Í dag er lokadagur Goslokahátíðar. Dagskráin hefst á göngumessu. Því næst er barnaefni og erindi í Sagnheimum. Lokahnykkurinn er svo í kvöld þegar Mugison heldur tónleika. Þá ber að nefna að flestar þær sýningar sem opnuðu á fimmtudag eru einnig opnar í dag. Dagskrá dagsins lítur svona út:
Sunnudagur 7. júlí
Kl. 11:00-13:00 Göngumessa frá Landakirkju – súpa og brauð.
Kl. 13:00-14:30 Cirkus Flik Flak – barna- og unglingasirkus frá Danmörku sýnir í Íþróttamiðstöðinni.
Kl. 13:00-16:00 Sprell – leiktæki á bílaplani Geisla við Stakkagerðistún.
Kl. 13:00-14:00 Sagnheimar: Adam Nichols, prófessor við Marylandháskóla kynnir áður óþekktar hugmyndir um ástæður Tyrkjaránsins. Auk þess fjallar Karl Smári Hreinsson um nýjar þýðingar á Reisubók sr. Ólafs Egilssonar.
Kl. 20:30-23:00 Alþýðuhúsið: Mugison. Aðgangseyrir 3.000 kr.
Sýningar og endurteknir viðburðir eru á eftirfarandi tímum:
Akóges – föstudag til sunnudags kl. 13:00-18:00. Sigurfinnur Sigurfinnsson.
Café Varmó – föstudag til sunnudags kl. 11:00-18:00. Ragnheiður Hrefna Gunnarsdóttir.
Einarsstofa/Sagnheimar – föstudag til sunnudags kl. 10.00-17:00. Hulda Hákon og Jón Óskar.
Eldheimar – föstudag til sunnudags kl. 09:00-18:00. Jón Óskar.
Flugstöðin – föstudag til sunnudags kl. 09-19:00. Tolli Morthens.
Landlyst og Stafkirkjan – alla daga kl. 10:00-17:00. Ókeypis aðgangur.
Safnaðarheimilið – föstudag til sunnudags kl. 13:00-18:00. Gíslína Dögg Bjarkadóttir.
Salur Tónlistarskólans – laugardag og sunnudag kl. 14:00-18:00. Myndlistarfélag Vestmannaeyja.
Cratious-króin á Skipasandi – föstudag 14:00-18:00 og laugardag kl. 14:00-00:00. Viðar Breiðfjörð.
Sunna spákona í Eymundsson – fimmtudag og föstudag kl. 09:00-18:00, laugardag kl. 10:00-16:00.
Svölukot – föstudag til sunnudags kl. 13:00-18:00. Svavar Steingrímsson.
Veituhúsið á Skansinum – laugardag og sunnudag kl. 14:00-18:00. Ásta Vilhelmína Guðmundsdóttir og Sung Beag.
Þekkingarsetur Vestmannaeyja – laugardag og sunnudag kl. 13:00-18:00. Kristinn Pálsson.
Fleiri fréttir af Goslokahátíðinni og 100 ára afmæli Vestmannaeyjabæjar má lesa hér.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst