Þriðja dagskráin af fyrirhuguðum þrettán undir heitinu Vestmannaeyjar í gegnum ljósopið mitt heldur áfram þriðja laugardaginn í röð.
Að þessu sinni sýna þrjár konur sem allar eru þekktar sem ljósmyndarar til margra ára eða fremur áratuga, þær Laufey Konný Guðjónsdóttir, Ruth Zohlen og Sigríður Högnadóttir.
Myndefnið er Vestmannaeyjar í öllum sínum margbreytileika og það er óhætt að lofa því að Konný, Ruth og Sísí fanga hver með sínum hætti undursamleika eyjanna.
Landslagsmyndir, tví- og ferfætlingar sem deila sömu jörðinni, litir og skuggar sem bregða á leik og hamskiptin þar sem vetur og sumar bera fram ólíkar ásjónur sama staðar.
Öllu þessu er teflt saman í ljósmyndasýningu þeirra þriggja og er ástæða til að hvetja sem allra flesta til að mæta og horfa á. Af gefnu tilefni er rétt að ítreka að um er að ræða ljósmyndir sem rúlla á sýningartjaldi og aðeins um þessa einu sýningu að ræða.
Dagskráin er í boði afmælisnefndar Vestmannaeyjabæjar í tilefni af 100 ára kaupstaðarafmæli.























Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.