Vestmannaeyjar í öllum sínum margbreytileika
27. september, 2019

Þriðja dagskráin af fyrirhuguðum þrettán undir heitinu Vestmannaeyjar í gegnum ljósopið mitt heldur áfram þriðja laugardaginn í röð.

Að þessu sinni sýna þrjár konur sem allar eru þekktar sem ljósmyndarar til margra ára eða fremur áratuga, þær Laufey Konný Guðjónsdóttir, Ruth Zohlen og Sigríður Högnadóttir.

Myndefnið er Vestmannaeyjar í öllum sínum margbreytileika og það er óhætt að lofa því að Konný, Ruth og Sísí fanga hver með sínum hætti undursamleika eyjanna.

Landslagsmyndir, tví- og ferfætlingar sem deila sömu jörðinni, litir og skuggar sem bregða á leik og hamskiptin þar sem vetur og sumar bera fram ólíkar ásjónur sama staðar.

Öllu þessu er teflt saman í ljósmyndasýningu þeirra þriggja og er ástæða til að hvetja sem allra flesta til að mæta og horfa á. Af gefnu tilefni er rétt að ítreka að um er að ræða ljósmyndir sem rúlla á sýningartjaldi og aðeins um þessa einu sýningu að ræða.

Dagskráin er í boði afmælisnefndar Vestmannaeyjabæjar í tilefni af 100 ára kaupstaðarafmæli.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.