Um miðjan nóvember verður landsfundur Sjálfstæðisfslokksins haldinn.
Á vefsíðunni Miðjan.is er greint frá því að líkur séu á að Páll Magnússon, oddviti flokksins Suðurkjördæmis bjóði sig fram gegn sitjandi formanni, Bjarna Benediktssyni.
Þar segir jafnframt að enn sé ekki gróið um heilt í herbúðum Páls eftir að gengið var fram hjá Páli í ráðherravali formannsins. Páll og hans nánasta bakland hafa aldrei sæst á ráðherraval Bjarna Benediktssonar. Þetta kunni að leiða til mótframboðs.
Þegar Páll Magnússon bauð sig fyrst fram ruddi hann sitjandi þingmönnum úr vegi. Þar á meðal sitjandi ráðherra, Ragnheiði Elínu Árnadóttur. Bent er á það í umfjöllun Miðjunnar að þeir flokksmenn sem hafi farið gegn Bjarna á landsfundi hafa uppskorið ráðherrastóla. Bæði Hanna Birna Kristjánsdóttir og Kristján Þór Júlíusson.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst