Mun Páll fara í formannsslag?

Um miðjan nóvember verður landsfundur Sjálfstæðisfslokksins haldinn. 

Á vefsíðunni Miðjan.is er greint frá því að líkur séu á að Páll Magnússon, oddviti flokksins Suðurkjördæmis bjóði sig fram gegn sitjandi formanni, Bjarna Benediktssyni.

Þar segir jafnframt að enn sé ekki gróið um heilt í herbúðum Páls eftir að gengið var fram hjá Páli í ráðherravali formannsins. Páll og hans nánasta bakland hafa aldrei sæst á ráðherraval Bjarna Benediktssonar. Þetta kunni að leiða til mótframboðs.

Þegar Páll Magnússon bauð sig fyrst fram ruddi hann sitjandi þingmönnum úr vegi. Þar á meðal sitjandi ráðherra, Ragnheiði Elínu Árnadóttur. Bent er á það í umfjöllun Miðjunnar að þeir flokksmenn sem hafi farið gegn Bjarna á landsfundi hafa uppskorið ráðherrastóla. Bæði Hanna Birna Kristjánsdóttir og Kristján Þór Júlíusson. 

Umfjöllun Miðjunnar.

Nýjustu fréttir

Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Dagvistunarmál til umræðu á fundi fræðsluráðs
Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.