Það er í besta falli óheppilegt fyrir ráðherra samgöngumála að nánast á sama tíma og niðurgreiðsla á flugfargjöldum tekur gildi sé tilkynnt um að áætlunarflug sé ekki lengur í boði til Vestmannaeyja.
Ráðherra kynnti nýju leiðina með pompi og prakt á Egilsstöðum á dögunum. Nú er hvíslað um það í Eyjum hvort komin sé tímasetning á það hvenær samgönguráðherra mætir í Eyjarnar til að kynna skosku leiðina fyrir heimamönnum?
Einnig er hvíslað um það að lúðrasveitin æfi nú stíft fyrir komu ráðherra til Eyja. Það má búast við miklu húllumhæ í kringum komuna. Kannski skutlar Landhelgisgæslan ráðherra yfir á þyrlunni, hver veit?
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst