Undanfarin ár höfum við átt því láni að fagna að geta leitað til vina okkar í Stykkishólmi og á Vestfjörðum þegar Herjólfur hefur þurft í reglulegar skoðanir og Breiðafjarðarferjan Baldur hefur brúað bilið.
Vandræði Baldurs nú á dögunum hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum og útséð með að hann mun ekki sigla næstu vikurnar. Vestfirsk fyrirtæki eiga nú undir högg að sækja vegna ófærðar og enginn er Baldur.
Tryggvi Sigurðsson stakk uppá því á facebook síðu sinni að við launuðum Vestfirðingum gamla greiða og lánuðum þeim nýja Herjólf meðan Baldur er frá, en sá gamli ristir of djúpt og er því ónothæfur á þessari siglingarleið. Það er gaman að sjá hvað fólk tekur almennt vel í þessa tillögu Tryggva.
Landeyjahöfn er með besta móti núna og ekkert því til fyrirstöðu að Herjólfur III geti haldið uppi áætlun þangað.
Ég leyfi mér að skora á bæjaryfirvöld og ríkið að bregðast skjótt við og lána Vestfirðingum Herjólf svo siglingar um Breiðafjörð verði með eðlilegum hætti þangað til Baldur kemur tvíefldur aftur.
Alfreð Alfreðsson





















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.