Í fimmta þætti er rætt við Unni Guðgeirsdóttur um líf og störf.
Unnur er formaður Leikfélags Vestmannaeyja og ræðir hún við okkur um líf sitt, leikhúslífið og um stuðningshópinn Bjarmann sem hún og Inga heitin systir hennar stofnuðu til að styðja við konur sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi.
Í seinni hluta þáttarins fáum við að hlusta á viðtal sem Þremenningarnir úr stjórn Vestmannaeyjafélagsins Heimaklettur tóku upp á árunum 1953-1954. Viðtalið sem við fáum að heyra nú er við Guðjón Jónsson frá Oddstöðum sem fæddur var 27. desember 1874 og lést 25. október 1959. Í viðtalinu segir Guðjón frá ýmsu sem gerðist í Vestmannaeyjum hér á árum áður t.d. lundaveiðum, leiksýningunni Skuggasveinn sem frumsýnd var í nóvember 1913 í Gúttó (Goodtemplarahúsinu) og fleira.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst