Í níunda þætti er rætt við Magnús Bragason um líf hans og störf. Magnús ræðir við okkur um lífshlaup sitt, fjölskylduna, ferðaþjónustu, Puffin Run og ýmislegt fleira.
Í seinni hluta þáttarins fáum við heyra viðtal sem Þremenningarnir úr stjórn Vestmannaeyjafélagsins Heimaklettur tóku upp á árunum 1953-1954 og að þessu sinni er viðmælandi þeirra Engilbert Gíslason listmálari sem fæddur var 12 október 1877 og lést 7 desember 1971.
Endilega fylgjið okkur á Facebook og Instagram undir nafninu Vestmannaeyjar – Mannlíf og saga. Því miður var bilun hjá Spotify í upphleðslu á þættinum sem átti að koma í loftið á fimmtudaginn. En loksins náðu þeir að laga bilunina og hér kemur þáttur vikunnar.
Hér má hlusta á fyrri hlaðvörp Mannlífs og sögu.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst