Í þrítugasta og sjöunda þætti er rætt við Jóhönnu Lilju Eiríksdóttur um líf hennar og störf. Jóhanna Lilja ræðir við okkur um fjölskylduna, listina, æskuna, Brakka genið BRCA, brjóstnámið og margt fleira.
Í seinni hluta þáttarins fáum við að heyra um Krabbavörn í Vestmannaeyjum. Heimildir eru fengnar úr grein sem Kristín Valtýsdóttir skrifaði fyrir hönd stjórnar Krabbavarnar og einnig af Facebook síðu félagsins.
Ég hvet alla sem geta, að styrkja Krabbavörn. Krabbavörn er mjög þarft félag og er það ómetanlegur styrkur og stoð sem það veitir þeim sem veikjast af krabbameini.
Reikningsnúmer Krabbavarnar er : 582-26-2000
kennitala Krabbavarnar er : 651090-2029
Endilega fylgjið okkur á Facebook og Instagram undir nafninu Vestmannaeyjar – Mannlíf og saga. Hér má hlusta á fyrri hlaðvörp Mannlífs og sögu.
Hægt er að nálgast þættina á Eyjar.net og einnig á helstu hlaðvarpsveitum t.d Spotify.
Þátturinn á Spotify. (Í einhverjum vöfrum kemur ekki allur þátturinn í spilaranum hér að neðan). Því má nálgast þáttinn í hlekknum hér að framan.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.