Öryggi bæjarbúa er undir!
eldgos_Svabbi_ads-1.jpg
Barist við eldgos. Ljósmynd/Svavar Steingrímsson

„Það get­ur líka verið þannig að það get­ur komið upp gos í miðju hafn­ar­mynn­inu í Eyj­um. Þannig að menn þurfa að vera með ekki bara áætl­un A, held­ur líka áætl­un B, og kannski C og jafn­vel D – til þess að bregðast við slík­um at­b­urði í Vest­manna­eyj­um.“

Þetta sagði Þor­valdur Þórðar­son­, pró­fess­or í eld­fjalla­fræði við Há­skóla Íslands í viðtali við fréttavef Morgunblaðsins í vikunni. Þetta eru stór orð og óhætt að segja að það fari ónot um marga að lesa slíkt frá fræðimanni sem lifir og hrærist í eldfjallafræðum.

En hvað er til ráða?

Ef vitnað er aftur til orða prófessorsins, þá segir hann að ef það verði annað gos á Heima­ey þá sé það at­b­urður sem að vert er að hafa mikl­ar áhyggj­ur af. ,,Við þurf­um að vera til­bú­in með viðbragð þannig að við get­um komið fólki frá staðnum eins fljótt og auðið er,“.

Það hlýtur því að vera eitt af forgangsmálum almannavarna- og bæjaryfirvalda í Vestmannaeyjum í dag að hefja tafarlaust viðræður við ríkisvaldið um þeirra aðkomu að uppbyggingu fleiri flóttaleiða frá Eyjum. Meðal þess sem skoða þarf til hlítar, er hvort koma megi upp góðum viðlegukanti annarsstaðar á Eyjunni. 

Nú reynir á bæjarstjórn og þingmenn

Fara þarf fram á framkvæmdaáætlun frá ríkinu og tryggja að fjármagn verði sett í slíkt öryggismál fyrir bæjarfélag sem hefur þurft að glíma við náttúruöflin í bakgarðinum og nú boðar einn helsti fræðimaður landsins það að það get­i gosið í ná­inni framtíð aft­ur á Heima­ey.

Nú reynir á bæjarstjórn Vestmannaeyja og þingmenn kjördæmisins að tryggja skjóta afgreiðslu á þessu máli. Öryggi bæjarbúa er undir!

Nýjustu fréttir

Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Dagvistunarmál til umræðu á fundi fræðsluráðs
Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.