25 umsóknir í Viltu hafa áhrif
17. nóvember, 2022

Vestmannaeyjabær auglýsti í október eftir ábendingum, tillögum og styrkumsóknum undir heitinu Viltu hafa áhrif 2023? Markmiðið með þessu er að stuðla að auknu íbúalýðræði í Vestmannaeyjum með því að gefa fólki, fyrirtækjum og félagasamtökum tækifæri á að hafa áhrif á bæinn sinn í gegnum fjárhagsáætlun næsta árs. Fjölmargar góðar ábendingar hafa borist í gegnum tíðina. Má þar m.a. nefna styrki til fjölda sýninga, búnað og aðstöðu fyrir starfsemi sem ekki er rekin í hagnaðarskyni, til kaupa á leiktækjum á opnum svæðum og gerð göngustíga.

Alls bárust í ár 25 styrkumsóknir sem og nokkrar ábendingar um hvað betur megi fara í Vestmannaeyjum.

Bæjarráð fjallaði um málið á fundi sínum í gær og þakkar bæjarbúum fyrir allar umsóknirnar og ábendingarnar. “Frumkvæði og hugmyndir bæjarbúa eru fjölbreyttar og varða marga þætti í menningar-, íþrótta- og tómstundastarfi Vestmannaeyja. Heildarupphæð verkefnisins verður lögð fyrir bæjarstjórn við umræðu um fjárhagsáætlun 1. desember nk. Tilkynnt verður um úthlutun styrkja á sérstökum viðburði í desember sem auglýstur verður þegar nær dregur, segir í niðurstöðu ráðsins.”

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.