Héraðsfréttablaðið Fréttir, sem síðar varð Eyjafréttir, fagnar í ár 40 ára afmæli sínu. Af því tilefni var sett upp sýning í Einarsstofu Safnahúss við Ráðhúströð en annars vegar eru þar til sýnir nokkrar af fjölmörgum myndum úr myndasafni blaðsins og hins vegar sýningin Vorið í Vestmannaeyjum 2014, þar sem gefur að líta nokkrar myndir frá helstu viðburðum í Eyjum í vor. Sýningin er opin um helgina milli 11 og 17. Sýningin opnaði hins vegar um síðustu helgi og við það tækifæri var opnaður aðgangur að gömlu blöðum Frétta, alls 2.153 tölublöð og 30.651 blaðsíða. en hægt er að nálgast gömlu blöðin hér að ofan, með því að smella á hnappinn Gömul blöð, eða með því að smella hér.
Um kvöldið komu svo starfsmenn, stjórnarmenn, eigendur, makar og aðrir velunnarar blaðsins saman á Háalofti og gerðu sér glaðan dag. �?ar var frumsýnt myndband sem Sighvatur Jónsson, hjá Sigva Media tók saman þar sem hann fór yfir sögu blaðsins og sýndi einnig nokkur myndbrot úr dagskrá Fjölsýnar, sem rekin var samhliða Fréttum á sínum tíma. Myndbandið fylgir fréttinni.