730 millj­ón króna dýpk­un­ar­búnaður

Heildarfjárheimild til samgangna fyrir árið 2019 er áætluð 41,4 milljarðar á árinu 2019 samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Hækkunin nemur um 12,3% frá gildandi fjárlögum. Gert er ráð fyr­ir því að heild­ar­út­gjöld til mála­flokks­ins verði rúm­ir 41,3 millj­arðar.

Hækkun á framlagi til framkvæmda og viðhalds á vegakerfinu nemur 3,8 milljörðum króna þar sem stefnt er að að bæta viðhald verulega. Heildarframlag til viðhalds verður um 10 milljarðar króna og framlag til framkvæmda tæplega 14 milljarðar.

Í fumvarpinu segir m.a. að „á meðal stórra framkvæmda á árinu 2019 má nefna, breikkun vegarins Selfoss-Hveragerði, veg um Kjalarnes, Kaldárselsveg-Krísuvíkurveg, Dýrafjarðargöng og veg um Gufudalssveit ef niðurstaða fæst.“

730 millj­ón­um króna er varið til dýpk­un­ar­búnaðar við Land­eyja­höfn og einnig er ný Vest­manna­eyja­ferja fjár­mögnuð.

Nýjustu fréttir

Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.