Heildarfjárheimild til samgangna fyrir árið 2019 er áætluð 41,4 milljarðar á árinu 2019 samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Hækkunin nemur um 12,3% frá gildandi fjárlögum. Gert er ráð fyrir því að heildarútgjöld til málaflokksins verði rúmir 41,3 milljarðar.
Hækkun á framlagi til framkvæmda og viðhalds á vegakerfinu nemur 3,8 milljörðum króna þar sem stefnt er að að bæta viðhald verulega. Heildarframlag til viðhalds verður um 10 milljarðar króna og framlag til framkvæmda tæplega 14 milljarðar.
Í fumvarpinu segir m.a. að „á meðal stórra framkvæmda á árinu 2019 má nefna, breikkun vegarins Selfoss-Hveragerði, veg um Kjalarnes, Kaldárselsveg-Krísuvíkurveg, Dýrafjarðargöng og veg um Gufudalssveit ef niðurstaða fæst.“
730 milljónum króna er varið til dýpkunarbúnaðar við Landeyjahöfn og einnig er ný Vestmannaeyjaferja fjármögnuð.