Samfélagsstyrkir Krónunnar nýtast vel
Heiðdís Inga Hilmarsdóttir, verkefnastjóri sjálfbærni- og samfélagsmála Krónunnar. Ljósmyndari: Vigfús Birgisson

Krónan styður við samfélagstengd verkefni með áherslu á æskulýðs- og ungmennastarf. Við styrkjum verðug samfélagsverkefni á hverju ári, í gegnum styrki, viðburði og samstarfsverkefni. Liður í því er Samfélagsstyrkur Krónunnar, sem veittur er ár hvert til verkefna í nærumhverfi sem stuðla að bættri lýðheilsu eða umhverfismálum með áherslu á yngri kynslóðina. Eitt verkefni hlaut samfélagsstyrk í Vestmannaeyjum en hann féll ÍBV í skaut. Íþróttafélagið nýtti styrkinn til að setja á fót íþróttaakademíu fyrir iðkendur félagsins á aldrinum 15 til 16 ára.

„Við erum afar þakklát Krónunni fyrir styrkinn sem nýttist okkar starfi og ungum iðkendum sérstaklega vel. Keyptur var nýr og nauðsynlegur íþróttabúnaður, auk þess sem lögð var áhersla á að fá til okkar flotta fyrirlesara til að fræða um mikilvægi lýðheilsu og heilsueflingar. Enn og aftur þökkum við Krónunni kærlega fyrir mikilvægan liðsstyrk,“ segir Sigga Inga, íþróttafulltrúi hjá ÍBV.

Fresturinn til að sækja um er til 31. ágúst. Sjáðu meira hér: www.kronan.is/styrkir

Fréttatilkynning.

Nýjustu fréttir

Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.