Krónan styður við samfélagstengd verkefni með áherslu á æskulýðs- og ungmennastarf. Við styrkjum verðug samfélagsverkefni á hverju ári, í gegnum styrki, viðburði og samstarfsverkefni. Liður í því er Samfélagsstyrkur Krónunnar, sem veittur er ár hvert til verkefna í nærumhverfi sem stuðla að bættri lýðheilsu eða umhverfismálum með áherslu á yngri kynslóðina. Eitt verkefni hlaut samfélagsstyrk í Vestmannaeyjum en hann féll ÍBV í skaut. Íþróttafélagið nýtti styrkinn til að setja á fót íþróttaakademíu fyrir iðkendur félagsins á aldrinum 15 til 16 ára.
„Við erum afar þakklát Krónunni fyrir styrkinn sem nýttist okkar starfi og ungum iðkendum sérstaklega vel. Keyptur var nýr og nauðsynlegur íþróttabúnaður, auk þess sem lögð var áhersla á að fá til okkar flotta fyrirlesara til að fræða um mikilvægi lýðheilsu og heilsueflingar. Enn og aftur þökkum við Krónunni kærlega fyrir mikilvægan liðsstyrk,“ segir Sigga Inga, íþróttafulltrúi hjá ÍBV.
Fresturinn til að sækja um er til 31. ágúst. Sjáðu meira hér: www.kronan.is/styrkir
Fréttatilkynning.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.