Stóraukin flugtíðni

Bæjarstjóri fór yfir stöðu flugsamgangna til og frá Vestmannaeyjum á fundi bæjarráðs í gær. Flugsamgöngur eru mikilvægar fyrir Vestmannaeyjar. Nú hefur um nokkurt skeið verið haldið úti flugsamgöngum með sérstöku framlagi frá samgönguráðuneytinu vegna covid. Það framlag hefur gert Icelandair kleift að fljúga tvisvar sinnum í viku.

Nú ætlar Icelandair að stórauka flugtíðni á markaðslegum forsendum til og frá Vestmannaeyjum og mun ferðum fjölga á næstu dögum. Til stendur að fljúga tvær ferðir á dag, fjóra daga vikunnar, og auðveldar það bæjarbúum og fyrirtækjum til muna að sækja þjónustu til höfuðborgarsvæðisins. Félagið mun kynna Vestmannaeyjar sem ákjósanlegan kost fyrir ferðamenn í sumar.

Nýjustu fréttir

Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Hlutafjáraukning Eyjaganga langt komin
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.