Loka umferðin í Olísdeild karla í handbolta fer fram í dag þar sem ÍBV mætir Val í Origohöllinni kl. 16:00.
Í síðasta leik sigruðu þeir Hauka örugglega heima í Eyjum, 38-24, og eru staðráðnir að halda uppi góðum gír.
Við hvetjum Eyjamenn á höfuðborgarsvæðinu til þess að mæta, hita upp fyrir úrslitakeppnina og styðja okkar menn til sigurs!.
Leikurinn er sýndur í beinni á Stöð2Sport.