„Við erum með 380 tonn af góðri loðnu sem fékkst austur af Ingólfshöfða. Hrognafyllingin er 14,5% og allt lítur þetta ljómandi vel út. Vonandi verður tíðarfarið á vertíðinni samt hagstæðara en í fyrra,“ sagði Eyjólfur Guðjónsson, skipstjóri á Ísleifi VE, seint í gærkvöld. Skipið var þá á leið til Eyja með fyrstu loðnuna sem uppsjávarhús Vinnslustöðvarinnar tekur við í ár. Það kom til hafnar um eittleytið í nótt.
„Alltaf spennandi tími þegar loðnuvertíð hefst. Ísleifur kominn og Gullbergið lagði úr höfn til veiða í gærkvöld,“ sagði Sindri Viðarsson, sviðsstjóri uppsjávarvinnslu VSV, glaðbeittur mjög í morgun.
„Siglingin á miðin tekur um ellefu klukkutíma og svo styttast túrarnir eftir því sem loðnan gengur vestar með suðurströndinni.
Vonandi er þetta upphafið að skínandi vertíð með tíðum „rútuferðum“ til okkar með fisk! Þetta leggst vel í mannskapinn enda skapar loðnan alltaf sérstaka stemningu, bæði veiðar og vinnsla“
Sindri Viðarsson var á ferð í morgunskímu dagsins og tók meðfylgjandi myndir af Ísleifi og starfsmönnum uppsjávarvinnslunnar setja sig í upphafsstellingar vertíðarinnar.
























Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.