„Þetta kom mér á óvart, ég var búinn að fá gullmerki ÍBV og hélt að það væri ekki til neitt hærra en það,“ segir Hjalti Kristjánsson, læknir, framkvæmdastjóri KFS, fyrrum leikmaður og þjálfari KFS um viðurkenningu sem honum hlotnaðist á uppskeruhátíð ÍBV-héraðssambands fyrir nokkru. Er hann vel að henni kominn, hefur unnið ötullega fyrir KFS frá því félagið varð til við samruna Framherja og Smástundar árið 1995.
Spilaði lokaleikinn 58 ára
Gunnar Páll Hálfdánarson, formaður ÍBV – Héraðssambands afhenti viðurkenninguna og er Hjalta þakkað mikið og gæfuríkt starf fyrir íþróttahreyfinguna í Vestmannaeyjum. Fyrir að vera allt í öllu í starfi KFS og sem læknir ÍBV og U-21 landsliðsins og má telja leiki sem hann hefur fylgt þessum liðum í hundruðum. „Ég var með U-21 landsliðinu þegar best gekk, með Gylfa Sig og þeim öllum. Mér voru þökkuð störf sem þjálfari og það sem kom mér mest á óvart, er að vera fyrirmynd sem elsti leikmaður meistaraflokks á Íslandi sem ég er enn. Sá elsti til að leika og skora í deild, þá 54 ára á móti Afríku og Íslandsmeistari í Getraunum. Það gladdi mig mjög því mér fannst ekki gert mikið úr því. Er búinn að keppa lengi að því og tókst það loksins núna um áramótin,“ segir Hjalti um forsendur fyrir viðurkenningunni.
Ítarlegt viðtal við Hjalta í Eyjafréttum sem kom út í gær.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst