„Það eru mér gríðarleg vonbrigði og þyngra en tárum taki að geta með engu móti verið á mínum æskuslóðum í dag, til að minnast 50 ára goslokum í Heimaey.
Fyrir nokkrum dögum fór ég í einfalda aðgerð á Landspítalanum. Af óviðráðanlegum orsökum þarf að endurtaka aðgerðina og verð ég því fjarri góðu gamni,“ segir Ásmundur Friðriksson, alþingis maður á FB-síðu sinni.
„Ég hef beðið þessara tímamóta í mörg ár. Skrifað minningar mínar úr gosinu, skrifað bók um Surtsey sem nú fagnar 60 ára afmæli sínu á 50 ára afmæli Heimaeyjargoss. Að ógleymdri þingsályktunartillögu sem ég flutti um aðkomu ríkisstjórnar og Alþingis að þessum tímamótum. Þá tillögu tók forsætisráðherra upp og gerða að sinni fyrir hönd ríkisstjórnar og Alþingis og afraksturinn verður veglegur minnisvarði.
Ég vil á þessum tímamótum senda Vestmannaeyingum öllum áminningu um þakklæti okkar Eyjaskeggja til forsjónarinnar fyrir það að við lifðum öll af nóttina 23. janúar 1973. Þakklæti til þeirra sem stjórnuðu bæjarfélaginu út úr einstæðum aðstæðum þegar heimili, hús og mannvirki krömdust undir hrauninu. Þar sem æskuslóðir okkar margra breyttust og eru nú veröld sem var. Þakklæti fyrir bjartsýni og dugnað við hreinsun og uppgræðslu Heimaeyjar. Eyjan reis á ný með blómlegu mannlífi, öflugu atvinnulífi og fegurð hennar býr í hjarta okkar allra,“ segir Ásmundur og biður fyrir kveðju í lokin.
Ykkar eru þakkirnar.
Gleðilega Goslokahátíð.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst