Eins og frægt er orðið gerði íslenska karlalandsliðið, undir stjórn Eyjamannsins Heimis Hallgrímssonar, jafntefli við tvöfalda heimsmeistara Argentínu í fyrsta leik liðsins á HM sem fram fór síðasta laugardag. Víða var hægt að fylgjast með strákunum á risaskjám en einn slíkan mátti finna á Stakkagerðistúni. Fjöldi manns gerði sér glaðan dag og fylgdist með leiknum á Stakkó en eins og sést á meðfylgjandi myndum var veður með besta móti.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst