Fjölmennt á Stakkó er Ísland gerði jafntefli við Argentínu

Eins og frægt er orðið gerði íslenska karlalandsliðið, undir stjórn Eyjamannsins Heimis Hallgrímssonar, jafntefli við tvöfalda heimsmeistara Argentínu í fyrsta leik liðsins á HM sem fram fór síðasta laugardag. Víða var hægt að fylgjast með strákunum á risaskjám en einn slíkan mátti finna á Stakkagerðistúni. Fjöldi manns gerði sér glaðan dag og fylgdist með leiknum á Stakkó en eins og sést á meðfylgjandi myndum var veður með besta móti. 

Næsta verkefni Íslands á HM verður leikur gegn Nígeríu á morgun kl. 15:00 og verður hann einnig sýndur á Stakkó.

Nýjustu fréttir

Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.