Í gærkvöldi safnaðist mikill fjöldi Þjóðhátíðargesta saman í brekkusöngnum í einmuna blíðu. Lögregla telur jafnvel að aldrei hafi verið fleiri þar saman komnir en nú, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni í Vestmannaeyjum.
Rólegt var fram eftir kvöldi og góður bragur yfir hátíðarsvæðinu. Er leið á nóttina voru tilkynntar þrjár minniháttar líkamsárásir og þrjú fíkniefnamál komu upp. Eitt kynferðisbrot var tilkynnt lögreglu og er það í rannsókn.
Í dag verða fjölmargir Þjóðhátíðargestir á heimleið og vill lögregla hvetja alla til þess að fara varlega og ökumenn til þess að setjast ekki undir stýri nema öruggt sé að viðkomandi sé alsgáður.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst