Innanflokksdeilur og brandarar bæta ekki samgöngur til Eyja
27. apríl, 2007

�?að er sorglegt til þess að vita að tveir núverandi ráðherrar Árni og Guðni sem báðir eru oddvitar sinna flokka í Suðurkjördæmi skuli engan vilja sýna til þess að klára nauðsynlegar rannsóknir. Rannsóknir sem að öllum líkindum kosta ekki meira en gott einbýlishús í Reykjavík.

�?að var líka merkilegt að heyra framsóknarmanninn Bjarna Harðarson lýsa því yfir að hugsanlega gerði fjármálaráðherra ekkert í fjármögnun á rannsóknum á jarðgöngum vegna þess að annar maður á lista Sjálfstæðisflokksins Árni Johnsen væri í forsvari fyrir þeim málum. Samgöngumál Vestmannaeyinga mega ekki líða fyrir innanflokksdeilur sjálfstæðimanna og brandarar landbúnaðarráðherra fleyta Eyjamönnum ekki inn í nútímann í samgöngum.

�?g á bágt með að trúa því að Vestmannaeyingar leggi traust sitt á núverandi stjórnarflokka varðandi samgöngumál. Lítið hefur gerst síðastliðin 16 ár sem sjálfstæðisflokkurinn hefur verið við völd í Vestmannaeyjum og í ríkisstórn. Einu samgöngubæturnar sem gerðar hafa verið voru þegar vinstri menn komust til valda í Eyjum á síðasta kjörtímabili. Með samstilltu átaki bæjarstjórnar tókst að fjölga ferðum Herljólfs og fá niðurgreiðslu á flugið milli Vestmannaeyja og Reykjavíkur.

Árni fjármálaráðherra og Guðni landbúnaðarráðherra hafa sýnt Vestmannaeyingum hvað hug þeir bera í raun til Eyjamanna. �?eir hafa meirihlutann, þeir hafa valdið og ekkert gerist.

�?að er kominn tími til þess að gefa núverandi valdhöfum frí, það er eina von Eyjamanna á bættum samgöngum. �?eir eru fullreyndir þau sextán ár sem þeir hafa setið.

Guðrún Erlingsdóttir

frambjóðandi í 5. sæti á lista Samfylkingarinnar

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.