Stuðningsmaður KFS vann 1,7 milljónir
Mynd: KFS

85 ára stuðningsmaður KFS í Vestmannaeyjum fékk 13 rétta á Sunnudagsseðilinn í getraunum um helgina og fær hann rúmar 1,7 milljónir króna í vinning. Tipparinn tippar vikulega hjá KFS í Vestmannaeyjum en mikill kraftur er í getraunastarfi KFS sem er eitt öflugasta íþróttafélagið í sölu getraunaseðla á landinu. Auk þess hafa félagsmenn í KFS unnið Getraunadeild getrauna oftar en nokkurt annað félag á Íslandi og eiga til viðbótar nokkra Íslandsmeistaratitla í Getraunadeildinni.

Í Getraunadeildinni keppa hópar af öllu landinu innbyrðis , 10 vikur í senn, og er sá hópur sigurvegari sem fær flesta leiki rétta á tímabilinu. Öllum er heimil þátttaka og kostar ekkert að vera með.

Nýjustu fréttir

Kristmundur Axel meðal listamanna á Hljómey
Dýptarmæling í Landeyjahöfn í dag – uppfært
Rakel Rut Rúnarsdóttir fimleikakona ársins hjá Rán
Grjótharðir Glacier Guys í Eyjafréttum í dag
Loðnuráðgjöf hækkuð í 197 þúsund tonn
Önnur sýning á lifandi kvikmyndum í Sagnheimum
Eyjafréttir í nýjum búningi á nýju ári
ÍBV tekur á móti Fram í kvöld
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.