Kristín Þórðardóttir sett sýslumaður í Vestmannaeyjum

Dómsmálaráðherra hefur sett Kristínu Þórðardóttur, sýslumanninn á Suðurlandi, tímabundið sem sýslumann í Vestmannaeyjum, frá 1. október nk. til og með 30. september 2024. Tilefni setningarinnar er beiðni Arndísar Soffíu Sigurðardóttur, sem var skipuð í embætti sýslumannsins í Vestmannaeyjum frá 1. apríl 2020, um lausn frá embætti.

Kristín Þórðardóttir mun gegna báðum embættunum á framangreindu tímabili.

Sú ákvörðun að setja sýslumann yfir tvö embætti samræmist áherslum ráðherra í málefnum sýslumanna, þ. á m. að unnið verði að því að fella niður áhrif umdæmismarka gagnvart almenningi. Á sýslumannadeginum 22. september sl., sameiginlegum fræðsludegi sýslumannsembættanna, tilkynnti ráðherra starfsfólki embættanna að hún hygðist fylgja eftir fyrri stefnumótunarvinnu og að setningar sýslumanna í laus embætti væri leið sem hún hefði áhuga á að nýta sér til að ná þeim markmiðum sem stefna málaflokksins byggir á.

Nýjustu fréttir

Kristmundur Axel meðal listamanna á Hljómey
Dýptarmæling í Landeyjahöfn í dag – uppfært
Rakel Rut Rúnarsdóttir fimleikakona ársins hjá Rán
Grjótharðir Glacier Guys í Eyjafréttum í dag
Loðnuráðgjöf hækkuð í 197 þúsund tonn
Önnur sýning á lifandi kvikmyndum í Sagnheimum
Eyjafréttir í nýjum búningi á nýju ári
ÍBV tekur á móti Fram í kvöld
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.