Landsnet heldur úti áhugaverður hlaðvarpi þar sem markmiðið er að fjalla um allt á milli himins og jarðar sem viðkemur flutningskerfinu og um þau mál sem eru í brennidepli í orkugeiranum hverju sinni.
Í nýjum þætti í Landsnetshlaðvarpinu er sagan af viðgerðinni á Vestmannaeyjastrengnum. Um þáttinn segir í lýsingu. “Þann 30. janúar 2023 kom upp bilun á Vestmannaeyjastreng 3, sæstrengnum sem liggur frá Rimakoti og út Eyjar. Í upphafi óraði engan fyrir því að fram undan væri ríflega hálft ár þar til strengurinn væri kominn aftur í rekstur. Okkar fólk var ótrúlega lausnamiðað þegar kom að undirbúningi, viðgerðinni og að halda ljósunum á eyjunni logandi allan tímann. Til að segja okkur söguna af af viðgerðinni fengum við þá Þórarinn Bjarnason fyrirliða reksturs lína og Helgi Bogason forstöðumann aðfangastýringar að hljóðnemanum í Landsnetshlaðvarpinu en þeir spiluðu báðir stórt hlutverk í sögunni.”
Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér að neðan.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst