![]()
Nafn: Hilmar Orri Birkisson
Aldur: 5. ára.
Fjölskylda: Mamma- Margrét Steinunn, pabbi – Birkir og litli bróðir minn hann Jóhann Bjartur.
Afhverju höldum við uppá jólin? Afþví að bráðum fer að snjóa svo á líka Jesú afmæli á jólunum.
Uppáhalds jólasveinninn þinn? Stekkjastaur, hann er svo stór.
Hvað er skemmtilegast við jólin? Að opna pakkana, horfa á jólamyndir, fá heitt súkkulaði og þegar jólasveinninn kemur að gefa í skóinn.
Hvað langar þig í jólagjöf? Segulkubba, lestarteina, legokubba, bók og spil.
Hvað ætlar þú að gera um jólin? Leika mér, fara í heita pottinn og sundlaugina. Ætla að gera allt um jólin, fara í göngu og gistipartý í stofuni með mömmu og pabba.
Nafn: Líam Ragnarsson
Aldur: 5 ára.
Fjölskylda: Mamma mín heitir Bjartey Kjartansdóttir og Pabbi minn heitir Ragnar Þór Jóhannsson og systur mínar París og Chloé.
Afhverju höldum við uppá jólin? Útaf jólasveinarnir eru að koma.
Uppáhalds jólasveinninn þinn? Pottaskefill er besti jólasveinninn minn.
Hvað er skemmtilegast við jólin? Að fá risastóra gjöf og að leika við vini mína.
Hvað langar þig í jólagjöf? Dróna og spiderman búning með grímu.
Hvað ætlar þú að gera um jólin? Leika við vini mína allan daginn.
![]()
Nafn: Alexandra Árný Héðinsdóttir.
Aldur: 5ára.
Fjölskylda: Mamma Donna Ýr, pabbi Héðinn,Ísabella Ýr, Ísak Huginn, Natala Lóa, Jóhanna Bjarni.
Afhverju höldum við uppá jólin? Út af jólasveinunum og snjónum.
Uppáhalds jólasveinninn þinn? Allir jólasveinarnir bestir.
Hvað er skemmtilegast við jólin? Elska allt við jólin.
Hvað langar þig í jólagjöf? Risa stórt Barbie hús.
Hvað ætlar þú að gera um jólin? Fara á þotu og renna mér í snjónum eða leika mér heima.
![]()
Nafn: Ester Lóa
Aldur: 5.ára.
Fjölskylda: Betsý, mamma Fríða, pabbi hann Ágúst, Andrea, Thelma og Guðbjörg.
Afhverju höldum við uppá jólin? Útaf því að við að við erum að fara að skreyta með jólaskrauti.
Uppáhalds jólasveinninn þinn? Stúfur.
Hvað er skemmtilegast við jólin? Að fá eitthvað í jólagjöf.
Hvað langar þig í jólagjöf? Mig langar í hreindýrabangsa.
Hvað ætlar þú að gera um jólin? Kveikja á kerti og drekka kakó.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.