Kökugerðarkonan og leiðsögumaðurinn Björk

Björk Sigurgeirsdóttir er fædd og uppalin í Vestmannaeyjum. Foreldrar hennar eru Bergþóra Þórhallsdóttir og Sigurgeir Sævaldsson. Árið 2005 flutti hún til Akureyrar en flutti aftur heim til Eyja árið 2018 ásamt kærasta sínum Magnúsi Heiðdal. Saman eiga þau Karítas Heiðdal sem er eins og hálfs árs. 


Björk, Karítas og Magnús að njóta á Spáni. 

Áhugi Bjarkar á kökubakstri byrjaði snemma. Þegar hún var lítil fylgdist hún alltaf með mömmu sinni baka og hafði gaman af því að fá að hjálpa til.
Fyrstu sykurmassakökuna gerði Björk í grunnskóla með aðstoð systur sinnar,  síðan þá hefur hún varla hætt að baka.

             

 

 

 

 

 

 

Desembermánuður hefur verið aðeins annasamari en aðrir mánuðir og mikið er um afmæli. Á jólunum sjálfum færir Björk sig hins vegar meira yfir í smákökubakstur og kósýheit með fjölskyldunni. Segir hún ótrúlega gaman að sjá hversu langt hún er komin og hvernig æfingin skapar meistarann.

 

Áhugasamir geta fylgst með Björk á instragram.com/bokum_koku. 

Stofnaði fyrirtækið The Island Guide 


Á theislandguide.is má skoða þá þjónustu sem Björk bíður upp á.

Björk er menntaður leiðsögumaður og hún stofnaði leiðsögu fyrirtækið „The Island Guide“ snemma á síðasta ári. The Island Guide býður ferðamönnum, innlendum sem erlendum upp á skipulagðar gönguferðir um Heimaey tengdar náttúru, sögu og menningu eyjarinnar með faglegri leiðsögn frá heimamanni. Ferðirnar eru glæddar lífi og viðskiptavinir upplifa í senn fróðleik, skemmtun og einstaka náttúru eyjanna. Á vefsíðu The Island Guide (theislandguide.is) finnur þú allar nánari upplýsingar um gönguferðirnar. 

Greinina í heild sinni má lesa í 23. tbl Eyjafrétta.

Nýjustu fréttir

Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.