Stjörnuleikurinn er orðinn fastur liður í aðdraganda jóla í Vestmannaeyjum. Handboltastjörnurnar hringja inn jólin í dag klukkan 18:00 í íþróttamiðstöðinni, þegar stærsti handboltaleikur ársins fer fram. Það eru leikmenn m.fl. kk í handbolta ásamt velunnurum sáu um alla umgjörð en Stjörnurnar sáu um að skemmta mannskapnum.
Það verður öllu tjaldað til í ár. Allur ágóði af leiknum rennur í minningasjóð Gunnars Karls
https://www.gunnarkarl.is/styrkja-sjodinn sem við hvetjum öll til að styrkja. Aðgangseyrir er 2000 kr og frjáls framlög fyrir 14 ára og yngri. Þeir sem ekki hafa tök a að mæta a leikinn eru kvattir til að leggja inn á Minningarsjóð Gunnar Karls leikurinn er i beinni á ÍBV TV.