Eldgos hófst á Reykjanesskaga í gærkvöldi og er talið það öflugasta frá byrjun jarðeldanna. Gosið braust út á Sundhnúkagígaröðinni á milli Hagafells og Stóra-Skógfells, fremur nær Stóra-Skógfelli, á svipuðum stað og gosið sem varð 8. febrúar. Á vefmyndavél mbl.is má sjá að gosið hófst klukkan 20.23. Greint var frá gosinu á mbl.is mínútu síðar.
Okkar maður, Addi í London var ekki fjarri og tók þessar glæsilegu en um leið óhugnanlegu myndir af gosinu. M.a. tók hann myndir af Grindarvíkurvegi sem fór undir hraun í nótt. Illa leit út um tíma í nótt en dregið hefur úr gosinu og von um að ekki verði frekara tjón.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst