Vilja endurvekja unglingaráð

Fjölskyldu- og tómstundaráð ræddi á síðasta fundi sínum nauðsyn þess að endurvekja ungmennaráð og mikilvægi virkrar þátttöku ungmenna í aðkomu að lýðræðislegri þátttöku og áhrifum á stjórnun sveitarfélagsins. Erfiðlega hefur gengið að finna einstaklinga í ráðið.

Ráðið ítrekaði mikilvægi þess að í Vestmannaeyjum verði starfrækt ungmennaráð. Það er mikilvægt fyrir sveitarfélagið okkar að rödd ungmenna heyrist og að þau séu virkir þátttakendur í samfélaginu. Ráðið telur eðlilegt að einstaklingar sem sitja í ráðinu fái greitt fyrir þá vinnu.

Ráðið fól framkvæmdastjóra fjölskyldu og fræðslusviðs að skoða laun annarra sveitarfélaga fyrir ungmenni sem sitja í ungmennaráði sem og að útbúa auglýsingu til að auglýsa eftir þátttakendum í ungmennaráð. Ráðið bindur vonir við að sú aðferð skili sér betur en að leita fólk uppi til að sitja í Ungmennaráði. Ráðið mun taka málið upp aftur þegar þessari vinnu er lokið.

Mynd – Glæsileg ungmenni – Útskriftarnemar Grunnskólans á síðasta ári. 

 

Nýjustu fréttir

Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Dagvistunarmál til umræðu á fundi fræðsluráðs
Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.