Olísdeildin klárast í kvöld
5. apríl, 2024
Dagur Arnarsson var markahæstur í dag. Ljósmynd/Sigfús G. Guðmundsson

Síðasta umferð Olísdeildar karla í handknattleik fer fram í kvöld. Allar viðureignir hefjast kl. 19.30. ÍBV strákarnir mæta HK í Kópavogi í kvöld. Það eru fá óvissuatriði með niðurstöðu deildarinnar fyrir kvöldið í kvöld. FH er þegar orðinn deildarmeistari, Víkingur og Selfoss eru fallin og þá er einnig ljóst hvaða átta lið taka þátt í úrslitakeppninni sem hefst í næstu viku. Enn eru þó nokkur óvissuatriði um hver röð liðanna verður.

Haukar sitja í fimmta sæti tveimur stigum á eftir ÍBV og fyrir liggur að Haukar verði anstæðingar ÍBV í úrslitakeppninni. Haukar geta náð í fjórða sætinu ef þeir vinna Framara og ÍBV tapar fyrir HK. Verði ÍBV og Haukar jöfn að stigum standa Haukar betur að vígi í innbyrðisleikjum sem nemur sex mörkum, undir er heimaleikjarettur í oddaleik. Úrslitakeppni Olísdeildar karla hefst miðvikudaginn 10. apríl.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.