Lítil vigt í bæjarstjórn

Aftur og aftur stígur bæjarstjórn Vestmannaeyja eða forsvarsmaður hennar fram með kröfur um lagfæringar á grunnþjónustu í okkar samfélagi. Hlutir eins og að hér sé fæðingarþjónusta eða að sama gjaldskrá gildi hvort heldur að siglt sé til Landeyja eða Þorlákshafnar.

Ár eftir ár fáum við með reglulegu millibili svipaðar bókanir eða greinar um slík málefni. Nú eftir sem áður – ætti einmitt að vera gott talsamband á milli bæjarstjórnar Vestmannaeyja og ríkisstjórnar til að kippa því í liðinn sem að ríkinu snýr. En það virðist engu máli skipta.
 

Ályktun í bæjarstjórn 28. janúar 2016

Tökum nú sem dæmi ályktun sem samþykkt var samhljóða í bæjarstjórn fyrir rúmu ári síðan. Þar voru sett fram 13 áhersluatriði um samgöngumál. Í niðurlaginu segir:

,,Bæjarstjórn tekur heilshugar undir þessi áhersluatriði og minnir að lokum á einróma samþykkt bæjarstjórnar þess efnis að tafarlaust verði ráðist í smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju og smíðatími hennar nýttur til að gera nauðsynlegar breytingar á Landeyjahöfn. Einnig er minnt á að skv. nýrri könnun Gallup eru 86% bæjarbúa fylgjandi þessari stefnu bæjarstjórnar.”

Margt hægt að laga strax

Hér gefur að líta þau atriði sem að hægt hefði verið að kippa í liðinn á liðnu ári, eftir að umrædd ályktun var samþykkt samhljóða í bæjarstjórn:

3. Gjaldtaka fyrir afnot af þjóðvegi
Gerð er krafa um að gjaldtaka í Herjólf taki mið af því að um er að ræða þjóðveginn til Eyja. Þannig ætti eingöngu að greiða fyrir bíl sambærilegt verð og kosta myndi að aka þessa leið. Ekki ætti að rukka sérstaklega fyrir farþega í bílunum og hófstillt verð fyrir aðra farþega.

4. Fargjald í Þorlákshöfn
Bæjarstjórn Vestmannaeyja hafnar með öllu áformum um að hærra verð sé tekið fyrir siglingar í Þorlákshöfn en í Landeyjahöfn. Eðlilegt og sanngjarnt er að eitt verð gildi fyrir báðar leiðir og fráleitt að rukka sérstaklega þegar siglt er um lengri og erfiðari leið vegna náttúrulegra aðstæðna svo sem veðurs og sandburðar.

6. Ferðafjöldi
Ítrekað í kynningu á verkefninu hefur bæjarstjórn og Eyjamönnum öllum verið kynnt að takmörkun á stærð skipsins verði mætt með stórauknum fjölda ferða. Farið er fram á að ferðir í vetraráætlun verði að lágmarki 5 ferðir á dag og 7 ferðir á dag yfir sumartímann. Til vara er farið fram á að ferðir í vetraráætlun verði að lágmarki 4. Þá leggur bæjarstjórn það til að inn í útboðsgögn verði byggð sjálfvirk fjölgun ferða þegar biðlistar valda orðið óþægindum fyrir notendur.

7. Árstíðarbundin áætlun
Bæjarstjórn Vestmannaeyja leggur áherslu á að áætlun skipsins taki mið af þeim breytta veruleika sem fylgt hefur auknu flæði fólks og vaxandi ferðaþjónustu. Sumartími í ferðaþjónustu í Vestmannaeyjum spannar í það minnsta 1. maí til 30. sept. Þannig kemur til að mynda mikill fjöldi ferðamanna á haustin til að njóta pysjutímans (a.m.k. út sept. og fram í okt) og á sama hátt er tíminn þegar lundinn er að setjast upp og farfuglar að koma til sumardvalar (apríl og maí) mjög eftirsóknarverður fyrir ferðamenn. Því er farið fram á að árstíðaráætlun skiptist svo: 
Vetraráætlun frá 1. okt til 30. apríl. – Sumaráætlun frá 1. maí til 30. sept.
 

10. Bókunarkerfið
Það bókunarkerfi sem nú er unnið er eftir er afleitt og ekki boðlegt að áfram verði unnið á forsendum þess. Þá leggur bæjarstjórn Vestmannaeyja þunga áherslu á að hægt verði að bóka a.m.k. 2 ferðir á dag 12 mánuði fram í tímann innan vetraráætlunar og í allar ferðir í sumaráætlun. Slíkt er gríðarlega mikilvægt fyrir t.d. ferðaþjónustu enda skipuleggja ferðaskrifstofur sig a.m.k. ár fram í tímann.

11. Helgidagar
Enn og aftur er minnt á að þjónustustig Herjólfs stjórnar lífsgæðum í Vestmannaeyjum. Í samræmi við nútíma kröfur er gerð krafa um að ferjan sigli alla daga ársins og að lágmarki 3 ferðir á stórhátíðum. Að rjúfa samgöngur við Vestmannaeyjar á stórhátíðardögum er eins og að loka Grindavíkurvegi eða Vesturlandsvegi þessa daga. Slíkt er ekki boðlegt.

13. Þjónusta um borð
Bæjarstjórn Vestmannaeyja hvetur til þess að þjónusta um borð í ferjunni verði í samræmi við að um er að ræða fólksflutninga og ferðaþjónustu. Þannig sé til að mynda gerð krafa um nettengingu, góða leikaðstöðu fyrir börn, veitingaþjónustu og ýmislegt fl.

Er ekki orðið tímabært að láta verkin tala?

Nýjustu fréttir

Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Dagvistunarmál til umræðu á fundi fræðsluráðs
Veit Inga hvað hún syngur?

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.