Hvers virði eru ömurlegheit?
1. september, 2015

Við Íslendingar erum upp til hópa ágætis einstaklingar – tiltölulega flott fólk en pínu brennd af vonbrigðum lífsins.  En af og til kemur fyrir að við gerum eitthvað eins heimskulegt eins og að fara að deita, fara í samband eða stofna til sambúðar. Sumir geta gert þetta allt á skynsamlegan hátt, geta deitað á þeim forsendum að þeir séu að máta.

Máta hvort þetta sé einstaklingur sem kemur vel fram við þig og þér líður vel með. Máta hvaða hliðar hún eða hann kallar fram hjá þér? Getur þú algerlega verið þú sjálf/ur eða upplifir þú þig stöðugt tuðandi, nöldrandi og að “ræða málin”.  Nær þessi manneskja að höndla þig án þess að þurfa að breyta þér eða „betrumbæta“ þig…?

En gefum okkur það að við náum að deita jafn skynsamlega og að kaupa okkur föt. Finnum einhvern hrikalega dásamlegan og skemmtilegan félagsskap, höfum fullt að tala um, opnum okkur tilfinningalega og finnum þessa dásamlegu nánd og innileika sem þetta snýst jú allt um. Í heimi þar sem erfitt er að vera einn en auðvelt  að vera einmana, þá förum oft við í þann pakka að “verða eitt” þegar í samband er komið. Við fórnum því að verða einstaklingar með eigin langanir, þarfir, skoðanir og hugmyndir til þess að verða par.

Í þeirri viðleitni okkar til að halda sambandinu góðu, tökum við að okkur að passa hamingju, vellíðan og gleði makans (og barna og systkyna og foreldra og vina…) sem gerir það að verkum að við þorum ekki að rugga bátnum í öllu því veseni sem fylgir því að standa með sjálfum sér. Það kostar nefnilega oft átök, gremju og pirring. Svo við gerum málamiðlanir, við setjum drauma okkar og þarfir á bið og gerum það sem við þurfum að gera til að sambandið haldist á floti. Og makinn sé ekki of pirraður.

Þetta er það “heimskulega” við sambönd; við förum að fórna því sem við í grunninn erum til að mæta því sem er ætlast til að við séum.

Það er eitthvað sem gerist hjá einstaklingum sem fórna sér á þennan hátt. Einn snillingurinn sem ég þekki heldur því fram að það gerist eitthvað fyrir okkur í kringum fertugsaldurinn. Ég er farin að hallast að því sama. Eftir sjálfstæðisbaráttu tvígugsaldursins og lífsgæðakapphlaup þrítugsaldursins, þá vöknum við upp í kringum fertugsaldurinn í innantómum og yfirborðskenndum samböndum og áttum okkur á því að tilvera okkar skiptir afskaplega litlu máli í stóra samhenginu. Einhvern veginn fer það að skipta máli að skipta máli. Þú veist, að lífið hafi einhvern dýpri tilgang en að eiga bara flottari hluti en Jón og Gunna hinum megin við götuna. Og vera í betri vinnu með hærri tekjur.

En við bælum þessa kjánalegu þörf niður og höldum áfram á sömu braut. Af því að þeir sem reyna að fylgja eigin löngunum, draumum og þrám eru stundum sagðir vera sjálfselskir eiginhagsmunaseggir. Af því að við erum of hrædd við að missa það sem við höfum fyrir eitthvað sem við vitum ekki hvað verður. Af því að við erum hrædd við að gera eitthvað nýtt og róttækt. Af því að við erum föst í viðjum vanans. Og af því bara…

Sú hugsun læðist líklega að flestum í þessum sporum, að þeir eigi allt sem hugurinn gæti girnst, fjölskyldu og vini, þak yfir höfuðið og góða vinnu, yfir hverju ættu þeir að kvarta og hverju vilja þeir breyta? Margar spurningar en fátt um svör.  Við sem höfum verið í þessum sporum verðum snillingar í því að bæla þessa ólgu niður og fáum okkur hund eða pöntum ferð til Spánar fyrir alla fjölskylduna til að þagga aðeins niður í þessari leiðindarröddu.  Eða bara detta í´ða.

Því meira sem maður setur þarfir, drauma og langanir annarra umfram sínar eigin, því meiri verður ólgan. Því meira sem maður eltir væntingar annarra og og gerir það sem öðrum finnst, því meiri verða ömurlegheitin. Svo maður bara einangrar sig og segir engum frá þessari kjánalegu líðan. Hver gæti svo sem  skilið þetta? Það eru einhvern veginn allir með sitt á hreinu, vita hvað þeir vilja og eru hamingjusamir og þakklátir með sig og sitt. Er það ekki annars?  Hver gæti mögulega skilið það að hamingjan felst kannski ekki í því að eiga sem mest eða gera sem mest eða vera sem mest, þegar allir virðast vera að keppast við að eiga sem mest, gera sem mest eða vera sem mest?

Neikvæðar hugsanir herja á mann, samviskubit og sektarkennd verða bestu vinir manns, tilgangsleysið vex og maður sér einhvern veginn enga raunhæfa leið út. Stundum er maður heppinn og eitthvað stórkostlegt gerist sem kastar manni út úr “þæginda”kassanum þannig að maður þarf að fara að hugsa hlutina upp á nýtt. Sjá lífið í öðru ljósi og taka gamla drauma úr geymslunni og leita að nýjum. Eitthvað eins og skilnaður, fjármálaerfiðleikar eða uppsögn.

Check, check, check; been there, done that.

Eina sem ég hefði vilja breyta er að ég vildi að ég hefði lært að standa með sjálfri mér fyrr og kunnað að elta draumana mína. Það er nefnilega eitthvað svo stórkostlegt sem fylgir því að láta vaða, gera mistök og læra af þeim, halda áfram og landa nokkrum sigrum. Að láta vaða, gera mistök og gera betur í framtíðinni er mantra sem maður þarf að tileinka sér því alltof oft gugnum við á að fylgja hjartanu þegar hausinn er sannfærður um að við munum klúðra. Og að fólk verði reitt út í okkur eða að við munum særa aðra. Svo við höldum okkur inn í þægindunum, ræktum ömurlegheitin upp í tæra örvæntingu sem endar svo yfirleitt með ósköpum. 

Kannski er þetta lærdómur fertugs- og fimmtugsaldursins. Allavega er minn lærdómur fólginn í því að vita að ég mun aldrei ná að uppfylla draumana mína en svo sannarlega ætla ég að gera allt mitt til að nálgast þá. Vandamálið er að í hvert sinn sem ég nálgast takmarkið breytast áherslur og nýr og stærri draumur vaknar. Þetta er verkefni sem klárast aldrei.

Það er nefnilega svo satt sem sagt er; sönn hamingja er falin í ferðalaginu, ekki áfangastaðnum.

Elsku þú. Hlustaðu bara á hjartað – það hefur svo stórfenglegt líf að gefa þegar þú þorir…

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst