Kóriander og kasjúahnetuleginn skötuselur
27. mars, 2015

Þessa vikuna verður boðið uppá ljúfengann kóriander og kasjúahnetuleginn skötusel. Nú erum við að vinna hörðum höndum að nýjum matseðli fyrir sumarið. En á þeim þremur árum sem veitingarstaðurinn hefur verið starfræktur er þetta 14 matseðillinn sem þeir koma með. Þannig að ferskleikinn og hugmyndaflugið er aðalsmerki Einsa Kalda.

600 gr. skötuselur
2 tsk engifer maukað
2 hvítlauksgeirar maukaðir
1 tsk sítrónusafi
1 tsk salt
1/2 tsk chili krydd
1 dós kókosmjólk
20 stk kasjúahnetur
3 msk sólblómafræ
2 tsk kókosolía
1 stór hvítlauksgeiri maukaður
1/2 tsk túrmerik
nýmalaður pipar
1 tsk malað kúmin
1 tsk paprikukrydd
1 msk tómatmauk
2 stórir þroskaðir tómatar maukaðir í matvinnsluvél eða smátt saxaðir
1 1/2 tsk garam masala
1/4 bolli ferskt kóríander smátt saxað
salt eftir smekk

Sneiðið fiskinn niður í bita og setjið í skál með sítrónusafa, engiferi, hvítlauk, chilikryddi og salti. Blandið vel og látið liggja í marineringu í 30-40 mínútur.

Hellið 1 bolla af kókosmjólk í matvinnsluvél. Bætið kasjúahnetum og sólblómafræjum út í og blandið þar til hneturnar hafa maukast.

Hitið kókosolíu á pönnu og steikið hvítlaukinn á miðlungshita í 2-3 mínútur. Bætið þá túrmeriki, smá nýmöluðum pipar, möluðu kúmini, paprikukryddi á pönnuna og steikið í 1-2 mínútur til viðbótar. Bætið þá tómatmauki og maukuðum tómötum út í og steikið í 2-3 mínútur í viðbót.  Bætið kókosmjólkurblöndunni á pönnuna og blandið vel. Látið suðuna koma upp. Bætið þá fiskinum út í og blandið vel. Bætið því næst garam masala, fersku kóríander og afganginum af kókosmjólkinni út í. Sjóðið í nokkrar mínútur, eða þar til fiskurinn er eldaður í gegn. Saltið aukalega eftir smekk. Berið fram með hrísgrjónum og naan brauði.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.