Dagurinn sem ég bjargaði heiminum
22. janúar, 2015

Ég man ekki hvað ég var gömul þegar ég áttaði mig á því að það allra besta, í öllum heiminum, er að vera í gleði. Og Guð hvað ég man vel eftir þeirri dásamlegu tilfinningu að vera glöð yfir því einu að vera til. Hoppandi yfir blómabeðið á Vesturveginum, aftur og aftur og fram og til baka, af þeirri ástæðu einni  að það var bara svo hrikalega gaman.   

Hvort sem það er vegna erfða eða uppeldisaðstæðna, þá hef ég alltaf þurft að hafa fólkið í kringum mig í gleði svo ég geti sjálf geti leyft mér mína gleði. Það skyggir á gleðina ef einhver er reiður, pirraður eða leiður í kringum mig. Ég tala nú ekki um ef pirringurinn og ergelsið snýr að mér. Þá fæ ég samviskubit sem beyglar alltaf gleðina.

Sem barn ég ekki skilið hversu skelfilega gleðisnauð fullorðinsárin geta verið.  Hversu mikið það tætir gleðina að „bera ábyrgð“,  „vera raunsær“ og  að „standa sig í lífinu“. Ég hélt nefnilega í minni barnslegu einfeldni að þegar maður yrði fullorðinn og réði yfir sér sjálfur, að þá myndi  maður bara alltaf velja það sem gefa mesta gleði – og að sleppa því að gera það sem er ekki  jafn skemmtilegt.  Bara af því að það er svo gaman að vera í gleði.

En þetta er ekki alveg svona einfalt…  eða hvað?

Það getur verið dáldið flókið mál að langa það mest að öllu að vera í gleði og hafa gaman en geta það ekki  út af því að einhver annar er í vondu skapi. En þegar maður er úrræðagóður finnur maður margar góðar og sniðugar (en stundum algerlega fáránlegar) aðferðir til að gleðja þá sem halda góða skapinu manns í gíslingu. Ég hef látið ýmislegt yfir mig ganga og hef meira segja oft brotið á eigin sannfæringu fyrir þessa ótrúlega sterku  þörf fyrir að hafa fólkið mitt í gleði. Því þá loksins get ég einbeitt mér að minni gleði.  Sektarkennd og gleði eiga nefnilega enga samleið.  

Þegar það svo nægir ekki að breyta sjálfri mér til að „bjarga tilfinningum“ þessa fólks, þá reyni ég að breyta þeim sjálfum eða aðstæðum þeirra. Ég kem með ótrúlega sniðugar lausnir og hugmyndir (að eigin mati) til að þessir einstaklingar finni nú loksins gleðina sína . Ó hve ljúfir þeir dagar eru, þegar fólk gerir  bara eins og ég segi!  En ef þessi  björgunarleiðangur dugir heldur ekki til – þá verð ég reið og sár og stundum verulega pirruð.  Það er stór fórnarkostnaður á eigin lífsgleði og hamingju að taka ábyrgð á tilfinningum annarra.

Ég veit, ég veit – ég bjarga kannski ekki heiminum upp á mitt einsdæmi (missti mig pínu í dramanu í fyrirsögninni) en ég get klárlega gert heiminn að aðeins  betri stað til að búa á. Og það gerði ég klárlega daginn sem ég ákvað að það væri ekki mitt að bera ábyrgð á tilfinningum annarra. Að annað fólk velur sér sjálft sína líðan og ef það vill vera í reiði,  pirringi eða gremju – að þá megi þau það bara! Að mín ábyrgð snúist eingöngu um að hlú að minni eigin gleði og að sinna henni.

Þegar við erum að streða og reyna  að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að standa undir þessari helvítis „ábyrgð“ sem fylgir fullorðinsárunum, þá gleymum svo oft gleðinni. Við höfum ekki tíma fyrir hana, en þurfum samt svo tilfinnanlega mikið á henni að halda. Lífið er nefnilega ansi tómt án gleði.  Og svo kemur dagurinn sem maður fær nóg af streðinu og segir bara „Fokk-it! Lífið hlýtur að eiga bjóða upp á eitthvað  meira en bara þetta. Og við finnum eitthvað – bara eitthvað – sem gefur einhvað smá kikk í annars gleðisnautt líf. Eitthvað sem kannski særir aðra en við réttlætum það með því að halda því fram að við eigum líka rétt á því að vera glöð.

Við eigum öll rétt á því að vera glöð. Og ekki bara á sérstökum dögum og af sérstökum ástæðum, heldur mjög  oft og bara af því bara!

Elsku þú. Viltu hafa í huga það sem Ghandi sagði eitt sinn, að eina leiðin til að breyta heiminum væri með því  að breyta sjálfum sér.  Ímyndaðu heim þar sem allir sinna sínu. Sjá um sína eigin gleði –  með gleði og í gleði.  Með vúhú-um og vííí-um og „ómægod“-dramaöskrum fyrir allan peninginn. Hversu dásamlega skemmtilegur heimur væri það að búa í?  En ekki samt misskilja mig – ég er ekki að tala um að gera hluti sem særa eða meiða eða láta þig fá samviskubit – það veitir engum sanna gleði. Ég er að meina að finna hvað það er sem þér finnst gaman að gera,  það sem kallar fram bestu hliðarnar þínar og lætur þig finnast þú  vera skemmtilegasti og áhugaverðasti einstaklingurinn sem þú þekkir – það sem lætur þig líða alveg ótrúlega vel með sjálfan þig – og gera það svo oft.

Elsku þú. Fyrir börnin þín og fjölskylduna, fyrir vini þína og alla hina. Ertu þá til í að setja gleði þína í forgang. Ef þú hugar að þinni gleði, þá geta hinir einbeitt sér að sinni gleði. Gleði (alveg eins og vont skap) er ótrúlega smitandi og hún kallar fram bestu hliðarnar okkar. Þó ég sé ekki hrifin af því að líkja fólki við skít, þá get ég samt lofað þér því að þú yrðir sennilega eins og þessi margfræga mykjuskán sem mýið sópast að. Það er sjaldgæfur eiginleiki að dvelja  í gleði og við sækjumst óhjákvæmilega  í þá sem okkur líður vel í kringum.

Elsku þú. Fyrir sjálfan þig – ertu þá til í að taktu áhættu og gera eitthvað ótrúlega skemmtilegt. Gera eitthvað klikkað, eitthvað sem fær þig til að finnast lífið vera þess virði að lifa því. Ég veit nefnilega af eigin reynslu hversu lífshættulegt það er að svelta lífið allri gleði. Gerðu það sem gefur þér gleði, gerðu það oft og gerðu það þar til að þér dettur ekki í hug að gera neitt annað.

Því þá fyrst veistu hvað það er að lifa.  

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst