Það er ekkert fokking jafnrétti ?
3. desember, 2014

Það er himneskur sunnudagsmorgun í júlí, sólin brosir sérstaklega og kyssti vanga og grundir. Á svona morgnum er gott að fara í bíltúr, fáir á ferli og mannlífið að vakna hægt og rólega. Þegar ég lullaði eina götuna kom ég auga á nokkuð frjálslega vaxinn roskinn mann að slá garðflötina hjá sér, hann var ber að ofan og naut sannarlega augnabliksins. Gott hjá honum, þetta er frelsisyfirlýsing, hugsaði ég, þegar ég renndi fram hjá. Svo flaug um hugann, hvað ef konan hans hefði verið ber að ofan að slá garðflötina. Hvað hefði mér fundist um það?

Ég bara viðurkenni það að „ gott hjá henni“ hefði sennilega ekki verið það fyrsta sem mér hefði dottið í hug. Miklu frekar „ var verið að anda að sér lími,  eða hverju er eiginlega verið að mótmæla“. Það er ekki ólíklegt að nágrannakonur hefðu gert athugasemdir við hátterni konunar, og fljúgandi fiskisagan stóraukið bílaumferðina í götunni og á endanum hefði presturinn kannski bankað á dyrnar hjá hjónunum, með stóra bíblíu í höndinni, reiðubúinn í langan lestur.  Ætli samfélagið myndi sína því skilning ef blessuð konan segði „ það var bara svo gott veður“. Ég efast um það. Þetta er eiginlega bannað, þó það standi hvergi að þetta sé bannað.

Það stendur hvergi að konur megi ekki slá berar að ofan og það stendur heldur hvergi að karlar megi slá berir að ofan. Hver skildi þá hafa ákveðið að þetta ætti að vera svona? Það er ágæt spurning. Það er eins og sumir hlutir séu í lagi hjá körlum en ekki konum og öfugt. Til dæmis kippir enginn sér sérstaklega upp við þótt konur ærist á viðburðum, rífi í hárið á sér og kasti jafnvel nærbuxum í þá sem á sviðinu standa, jafnvel óhreinum nærbuxum, og það er bara í lagi. Ég hef gaman af því að heyra rithöfunda lesa úr verkum sínum, ef ég myndi ærast, rífa í hárið á mér og fara grýta óhreinum nærbuxum í hausinn rithöfundi sem væri að lesa á einhverju kaffihúsinu, yrði ég handtekinn og örugglega látinn sæta geðrannsókn! Það er nú meiri sanngirnin!

Ekki hafði ég ekið langt frá sláttumanninum þegar ég rek augun í flóttalega konu á gangstétt. Hún er með smáhund í bandi, sem er að skíta á gangstéttina. Ég dró verulega úr hraðanum, mig grunaði að konan væri í kerfi af því að hún væri ekki með poka fyrir kúkinn. Ég var að pæla í að stoppa og setja upp alvarlegan svip, svona hundakúkslöggusvip, en kunni ekki við það. Maður er stundum að drepast úr umburðarlyndi. Ég keyrði í rólegheitum áfram að jaðri bæjarins. Það var lærdómsríkt! Þar rakst ég á hestamenn á ferð. Hestar njóta mikillar virðingar á Íslandi síðan þeir sáu um alla flutninga fyrir þjóðina, þó þeir séu nú komnir í góða pásu. Þegar ég keyri fram úr hestum fer ég mjög rólega, það gæti allt brjálast, í þann mund sem ég renni að einum hestinum lyftir hann upp taglinu og sendir frá sér skot. Þetta var enginn smá bunki sem slúbbaðist á götuna, eins og þrjátíu lifrarpylsukeppir í tveim hrúgum á götunni. Hestar gera engar kröfur, þeir stoppa ekki einu sinni til að kúka. Knapinn var gleiðbrosandi og himinlifandi með þetta og heilsaði mér með miklum virktum og hélt ótrauður áfram. Er þetta jafnrétti? Ef það rennur rommkúla úr rassinum smáhundi á gangstétt, þá er það glæpur, sem getur valdið eigendum andlegum þjáningum, en hestur má drulla hálfu tonni á götu, og það er eintóm hamingja. En þetta er allt eins, hundar hafa líka forréttindi, þeir fá stundum að losa um spennu og fiðring með því að nudda sér við fætur húsbænda, það fá hestarnir ekki!

Já. Ég er samála þeim sem fara hæst í umræðunni um jafnrétti. Við eigum langt í land! Það er sama hvort það eru menn og konur, hundar eða hestar. Þetta er allt í fokki!

Hvernig varð allt þetta ójafnrétti til? Það er spurning dagsins!!

 

Páll Scheving Ingvarsson

 

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst