Fumlaus viðbrögð ÍBV
Created by PhotoWatermark Professional
Created by PhotoWatermark Professional

Í dag úrskurðaði aga og úrskurðarnefnd KSÍ að ÍBV skuli greiða 150.000 krónur í sekt vegna kynþáttaníðs stuðningsmanns félagsins í garð leikmanns KR.  Verður undirritaður að segja eins og er að á dauða mínum átti ég fremur von fyrir þetta tímabil en að félagið okkar fái á sig sekt vegna slíks háttalags, enda hefur slíku fremur verið beint gegn leikmönnum okkar liðs í gegnum tíðina.

Stuðningsmenn ÍBV eru ekki skoðanalausir og láta vel í sér heyra ef þeir eru ekki sáttir við eitthvað inni á vellinum, hvort sem eru andstæðingar, dómari eða okkar eigin liðsmenn.  Leifur Geir Hafsteinsson og Ívar Bjarklind sýndu þessu eðli Hólsarans mikla virðingu í texta ÍBV-lagsins þar sem þeir eru kallaðir spyrnufróðir spekingar með ráðleggingar, en á ferðinni væru jafnframt hvers manns hugljúfi.  Jú það hefur ýmislegt verið látið flakka af Hólnum í gegnum tíðina, en ekki man ég eftir neinu eins og kynþáttaníði.

ÍBV-Íþróttafélag hefur brugðist við úrskurði nefndarinnar og sett stuðningsmann ÍBV í ótímabundið bann frá heimaleikjum liðsins og unir úrskurðinum.  Vil ég taka hatt minn og kollu ofan fyrir forráðamönnum ÍBV fyrir fumlaus viðbrögð.

Því miður er þetta ekki í fyrsta sinn sem stuðningsmenn félagsins gera sig seka um svipaða hegðun og þetta, en árið 2010 varð Halldór Orri Björnsson, Stjörnunni, fyrir barðinu á þeim, sem varð til þess að ÍBV sendi frá sér yfirlýsingu þess efnis að háttalag sem þetta yrði ekki liðið á Hásteinsvelli og rætt verði við þá sem í hlut áttu.   

Forráðamenn félagsins hafa um annað að hugsa þessa dagana meðan liðið okkar er í fallsæti en að fá á sig sektir vegna kynþáttaníðs af áhorfendapöllum.  Verkefnið framundan er ærið og það þarf virkilega á dyggum og hressum stuðningsmönnum að halda til að tryggja áframhaldandi veru ÍBV í Pepsi-deildinni sumarið 2015.

Vil ég svo hrósa stuðningsmönnum ÍBV fyrir það skemmtilega uppátæki að hylla Jón Jónsson, leikmann FH, er hann gekk af Hásteinsvelli s.l. sunnudag.  Hefði uppátækið mátt rata í fjölmiðla.

Sýnum öllum þátttakendum leiksins vir��ingu og verum félaginu til sóma. 

Útrýmum kynþáttaníði af leikjum ÍBV.

Áfram ÍBV !

Nýjustu fréttir

Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.