Nýr vefur á gömlum grunni

Á dögunum festi undirritaður ásamt Ellerti Scheving kaup á vefnum Eyjar.net. Vefur sem lengi hefur verið til, en ekki verið mjög lifandi undanfarið. Það er stefnan að breyta því!

Eitt er víst að af nægu er að taka hér í Eyjum. Mikið líf er í bænum um þessar mundir, nýjir veitingastaðir og gistiheimili spretta upp eins og gorkúlur og ferðamönnum fjölgar dag frá degi. Nýtt gosminjasafn hefur verið opnað og nýtt skip fer brátt að bætast í flota okkar. Þá má ekki gleyma blómlegu íþróttalífi okkar.

Þessi nýji vefur verður einnig til að rýna til gagns. Það er hverju samfélagi mikilvægt að gott aðhald sé til staðar, sérstaklega fyrir þá sem um stjórntauma halda. Það von okkar að sem flestir tjái sig á vefnum. Hjá okkur verða fastapennar auk þess sem að hvíslið er nýr og skemmtilegur liður. Þá er liður hér á síðunni sem nefnist ,,Meistaradeildin“ og þangað komast aðilar sem hafa eitthvað skemmtilegt fram að færa.

Er það von mín að hægt verði að halda úti þessum vef, Eyjamönnum nær og fjær til gagns og gamans. Þá er rétt að geta þess að ekki verða eingöngu fréttir og efni frá Eyjum, ef að við sjáum eða fáum eitthvað athyglisvert og/eða skemmtilegt annarstaðar frá munum við að sjálfsögðu koma til með að birta það.

Ef þú, kæri lesandi telur þig hafa eitthvað fram að færa, ekki hika við að hafa samband.

                                                                  

 

Tryggvi Már Sæmundsson

Ritstjóri

tryggvi@eyjar.net

Nýjustu fréttir

Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.