Verslun í Vestmannaeyjum gekk vel fyrir jólin og kaupmenn almennt ánægðir. Á Þorláksmessu var fullt út úr dyrum í verslunum bæjarins og fín stemmning. Lúðrasveit lék jólalög fyrir utan fallega skreyttar verslanir og jólasveinar voru á kreiki. Gréta Grétarsdóttir kaupmaður í Eyjavík og formaður Félags kaupsýslumanna sagði að verslun fyrir jólin hafi gengið mjög vel og allir sáttir. „Ég man ekki eftir svona góðri jólasölu hjá mér og mér finnst fólk vera að vakna til vitundar um hvað við erum með góðar verslanir í bænum og með góðu vöru.“
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst