Tveir selir, líklega landselir, gerðu sig heimakomna á flotbryggjunum neðan við Kaffi Kró í Vestmannaeyjahöfn í gærkvöldi. Selirnir voru á sitthvorri bryggjunni og létu mannaferðir um bryggjurnar ekki trufla sig mikið. Reglulega kemur það fyrir að selir flatmagi á flotbryggjunum í Vestmannaeyjahöfn en öllu sjaldgæfara er að tveir séu á sama tíma á bryggjunum.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst