Breskur leigubíll á ferðinni um helgina í Eyjum
20. september, 2007

Breskur leigubíll, sömu tegundar og þekktir eru um allt Bretland, verður á ferðinni um götur Vestmannaeyja um helgina. Bíllinn er þó ekki svartur á litinn eins og tíðkast í Bretlandi heldur rauður, enda er heimsókn þessa óvenjulega bíls hluti af kynningarátaki Vodafone í Vestmannaeyjum um helgina. Bíllinn verður á ferð um allan bæ en hægt verður að skoða hann nánar við verslunina Eyjatölvur á laugardag. Verslunin er umboðsaðili fyrir vörur og þjónustu Vodafone í bænum og þar verður mikið um að vera á laugardaginn, þegar Eyjatölvudagurinn verður haldinn með uppákomum af ýmsu tagi og leikjum þar sem góð verðlaun verða í boði.

Vestmannaeyingum hefur um árabil staðið fjölbreytt fjarskiptaþjónusta til boða hjá Vodafone; GSM þjónusta, heimasíma- og netþjónusta. Nú hefur Vodafone aukið enn þjónustuna, því héðan í frá þurfa viðskiptavinir Vodafone í Eyjum ekki að greiða mánaðargjald af heimasímanum til Símans líkt og hingað til heldur geta þeir greitt fyrir alla sína fjarskiptaþjónustu með einföldum hætti hjá Vodafone.

Vodafone á Íslandi er fjarskiptafyrirtæki í eigu Teymis hf. sem skráð er í Kauphöll Íslands. Starfsmenn Vodafone eru um 350 talsins og þjónusta viðskiptavini á heimilum og hjá fyrirtækjum um land allt með farsíma, síma, nettengingar og sjónvarp. GSM dreifikerfi Vodafone nær til 98% landsmanna og með samstarfi við Vodafone Group, eitt öflugasta fjarskiptafyrirtæki í heimi, er viðskiptavinum Vodafone tryggð örugg farsímaþjónusta um allan heim.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.