Alveg er ég komin með nóg af þessum Stillu bræðrum þarna vestur á Snæfellsnesi. Um daginn var hluthafafundur auglýstur þar sem fjalla átti um það hvort draga ætti félagið af hlutabréfamarkaði eða ekki. Á fundinum þar sem samankomnir voru eigendur, og fulltrúar, rúmlega 99% hlutafjár ef ég man rétt var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta greiddra atkvæða að taka félagið af markaði, einu atkvæðin á móti voru eign þeirra bræðra og aðila tengdum þeim.
Lífeyrissjóður Vestmannaeyja skilaði auðu. Ekki gátu þessir háu herrar einu sinni séð sér fært að mæta til þessa fundar og gera grein fyrir máli sínu heldur sendu lögfræðing búsettan í Vestmannaeyjum fyrir sína hönd og hann flutti þarna tillögu, sem felld var, og fór svo með atkvæðisrétt þeirra í kosningunni. Held að þeir bræður ættu bara að sætta sig við orðin hlut og starfa áfram sem fyrr í samfloti með öðrum eigendum fyrirtækisins og reyna að halda áfram öflugri stafsemi VSV og reyna frekar að efla hana en að vera með eilífar dylgjur og fíflaskap hægri, vinstri.
Það segir nú ákveðið um þeirra vinnubrögð samt ef að þetta hefur verið komið í fjölmiðla áður en öllum stjórnarmönnum var meira að segja kunnugt um þetta bréf þeirra.
Rétt er kannski að greina frá að gárungarnir í Eyjum voru ekki lengi að finna nýtt nafn á lögfræðinginn og gengur hann nú eundir nafninu Jói vinalausi!
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst