Kvennalið ÍBV fór heldur betur vel af stað á ný eftir tveggja ára hlé en ÍA kom í heimsókn til Eyja í dag. Þessi fyrrum stórveldi leika bæði í 1. deild og það voru Skagastúlkur sem byrjuðu betur, komust í 0:1 undan sterkri austan áttinni. En á tveimur síðust mínútum fyrri hálfleiks tókst ÍBV að komast yfir eða á 44. og 45. mínútu. Og á fyrstu tveimur mínútum síðari hálfleiks bættu heimastúlkur við tveimur mörkum og staðan allt í einu orðin 4:1. Lokatölur urðu hins vegar 7:1.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst