Á morgun, laugardag 7. júní verður kvennahlaupið haldið um allt land. Kvennahlaup hefur verið haldið í Vestmannaeyjum undanfarin ár og verður engin undantekning á því í ár. Hlaupið verður frá íþróttamiðstöðinni klukkan 13 og verður boðið upp á þrjár vegalengdir, 2, 3.5 og 7 km. Hlutfallsleg þátttaka kvenna í Vestmannaeyjum hefur ekki náð sömu hæðum og víða annarsstaðar og því skora forsvarsmenn hlaupsins á Eyjapæjur að láta ekki sitt eftir liggja.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst