Karlalið ÍBV sækir Stjörnuna heim í mikilvægum leik í toppslag 1. deildar. ÍBV er sem fyrr í efsta sæti deildarinnar, er með 34 stig eftir 13 leiki eða sex stigum á undan Selfoss sem er í öðru sæti. Stjarnan er svo í þriðja sæti, tíu stigum á eftir ÍBV og þarf nauðsynlega að vinna ætli Garðbæingar að blanda sér í toppbaráttu 1. deildar. Með sigri getur ÍBV hins vegar stigið mikilvægt skref í að tryggja sér sæti í efstu deild að ári.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst