Eyjamaðurinn Hlöðver Guðnason var á leiðinni heim úr vinnu á föstudaginn þegar hann rakst á þessa lundapysju í Klettagörðum. Þar var hún að spóka sig á miðri götu og auðvelt fyrir lundakall og fyrrverandi pysjusafnara að ná henni. Hún var mjög spræk, lítill dúnn var á henni og var hún nokkuð vel gerð. Sennilega villst úr Lundey eða Akurey. Fór með hana heim þar sem hún vakti mikla lukku hjá krökkunum sem fengu að gefa henni ýsubita.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst