Fíkniefnahundur fangelsisins á Litla-Hrauni fann í vikunni bakpoka utan girðingar fangelsisins. Í tilkynningu frá lögreglunni á Selfossi segir að í bakpokanum hafi fundist tveir litlir plastpokar með hvítu efni.
„Við prófun kom í ljós að í öðrum pokanum hafi verið amfetamín en íblöndunarefni í hinum. Engin skýring er á tilurð bakpokans á þessum stað en grunur er um að hann hafi átt að berast inn fyrir girðingu með einhverjum hætti, segir einnig.
“
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst