Lögreglumenn fóru nokkrum sinnum um helgina á skemmtistaði á Selfossi í þeim tilgangi að kanna aldur gesta, leit að fíkniefnum og fylgjast með að öðru leyti að lög og reglu væri fylgt í hvívetna.
Á fimmduagskvöld var tíu ungmönnum, sem ekki höfðu náð 18 ára aldri, vísað út af skemmtistaðnum Hvítahúsinu. Málið verður tekið fyrir hjá lögreglustjóra. Á laugardagskvöld var tveimur vísað útaf skemmtistaðnum 800 bar sem ekki höfðu aldur til að vera þar.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst