Leik ÍBV og Stjörnunnar sem fram átti að fara í kvöld í Subwaybikarkeppninni í körfubolta, hefur verið frestað. Ekki reyndist flugfært til Reykjavíkur og komust Garðbæingar því ekki til Eyja. Búið er að finna nýjan leiktíma en liðin munu mætast í Vestmannaeyjum laugardaginn 20. desember og hefst leikurinn klukkan 13.00.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst