Á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja í gær var samþykkt að veita 11 milljóna króna viðbótarfjárhæð til fræðslu- og menningarráðs svo opni megi nýja leikskóladeild í Hamarsskóla strax í haust. Biðlistar í leikskóla hafa lengst vegna fjölgunar barna á leikskólaaldri. Verði ekkert að gert verður ekki hægt að tryggja öllum börnum eldri en 18 mánaða leikskólapláss í haust.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst