Um 50 manns mættu á fund Sjálfstæðismanna í Ráðhúskaffi í Þorlákshöfn í gær. Sérstakur gestur fundarins var Bjarni Benediktsson, formaður flokksins. Sjálfstæðismenn segja fundinn hafa verið góðan og málefnalegan. Rætt var um gjaldmiðils-, atvinnu- og sjávarútvegsmál. Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi hafa heimsótt vinnustaði í Reykjanesbæ í dag.